Vonar að börn sjá ekki myndbandið 20. febrúar 2005 00:01 Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira