Krónan hefur kallað á stríð 28. febrúar 2005 00:01 Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira