Bar fyrir sig stundarbrjálæði 4. mars 2005 00:01 "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Saksóknari krafðist hámarksrefsingar eða 16 ára fangelsis yfir Hákoni en verjandi hans sagði það fráleitt þar sem engar forsendur væru fyrir svo ströngum dómi. Hákon Eydal bar fyrir dóminum að morðið á Sri Rahmawati, barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu, hefði verið framið í stundarbrjálæði og mikil hræðsla í kjölfarið hefði komið í veg fyrir að hann gæfi sig fram við lögreglu strax eftir verknaðinn. Sagði hann þau Sri hafa átt nótt saman en morguninn eftir hafi komið til harðra orðaskipta um þriggja ára stúlku sem þau eiga saman en Sri meinað honum að umgangast og hitta um hríð. Þegar hún tilkynnti honum fullum hálsi að stúlkuna fengi hann aldrei að sjá aftur greip hann þvílíkt heift að hann myrti hana. Dánarorsök Sri var kyrking en krufning á líki hennar leiddi í ljós að þau fjögur höfuðhögg sem Hákon veitti henni áður með kúbeini hefðu að líkindum dregið hana til dauða. Kom fram að taubelti var vafið fast um háls hennar þegar hún lá meðvitundarlaus eftir höggin á gólfi íbúðar Hákons þar sem brotið var framið. Bar Hákon því við að ástæða þess hefði verið sú að mikið blæddi úr höfði fórnarlambsins og hann hefði viljað stöðva blóðrásina með þeim hætti. Fannst saksóknara, Ragnheiði Harðardóttur, sú skýring fráleit en verjandi Hákons, Brynjar Níelsson, benti á að umbjóðandi sinn hefði verið í mikilli geðshræringu á þeirri stundu og mundi meðal annars ekki greinilega eftir hversu oft hann hefði barið Sri með kúbeininu. Kom fram fyrir dómnum að tæknideild lögreglu hafði fundið út með rannsóknum að höggin sem hann veitti Sri með kúbeininu voru þung og réttarmeinafræðingur staðfesti að ef kyrking hefði ekki átt sér stað mætti leiða að því líkum að höggin og blóðmissirinn hefðu dregið Sri til dauða. Aðspurður um af hverju hann geymdi kúbein í herbergi sínu sagði Hákon að það væri vegna hræðslu og sagðist hafa fengið hótanir um líkamsmeiðingar frá ættingjum Sri í talsverðan tíma. Hákon Eydal og Sri Rahmawati kynntust fyrst árið 2000 og hófu sambúð skömmu síðar. Ekki leið á löngu áður en Sri tilkynnti Hákoni að hún gengi með barni og kom fram í yfirlýsingu sameiginlegs vinar beggja að upp úr því hafi Sri farið að gera óraunhæfar kröfur á Hákon. Fór hún meðal annars fram á að Hákon keypti íbúð fyrir sig og léti sig reglulega hafa peninga en vildi þó ekki stofna til fjölskyldu með honum eins og vonir hans stóðu til. Lauk þannig sjö mánaða sambúð þeirra og upp frá fæðingu barnsins fór Sri fram á greiðslur ætlaði Hákon sér að sjá barn sitt. Gekk svo um hríð að sögn Hákons og reyndist sama hvert hann leitaði til fulltingis að hann kom að lokuðum dyrum. Sagðist Hákon fyrir réttinum enn vera afar reiður út í kerfið eins og hann kallaði það en hann leitaði á náðir fjölmargra stofnana sér til aðstoðar í forsjármálinu án árangurs. Voru þau Sri áfram í sambandi annars lagið og hafði lagast aðeins á milli þegar hún gisti hjá honum nóttina fyrir morðið. Hafði hún að hans sögn komið við kvöldið áður og fengið hjá honum pening og ætlað sér að koma aftur eftir miðnætti. Lét hún þó ekki sjá sig fyrr en um fimm leytið aðfararnótt 4. júlí og gengu þau bæði til svefns skömmu síðar. Um morguninn hafði hann aftur á orði að fá að sjá dóttur sína sem svo endaði með þessum hörmulega atburði. Saksóknari lagði áherslu á það í málflutningi sínum hversu litla iðrun Hákon hefði sýnt eftir atvikið og staðfesti sálfræðingur sem til var kallaður það mat. Sagði sá að Hákon bæri í sér vott af kvenhatri og þó að ljóst væri að hann hefði verið hrifinn af Sri voru orð hans og athafnir yfirleitt neikvæðar gangvart henni bæði fyrir og eftir morðið. Saksóknari sagði að með tilliti til hegðunar Hákons bæði fyrir og eftir verknaðinn, ásamt því mati sálfræðinga að hann væri sakhæfur réttlætti hámarksfangelsi sem í íslenskum lögum eru 16 ár og taldi hann engar málsbætur hafa þrátt fyrir baráttu sína um forræði barns síns. Um einbeittan ásetning og brotavilja hefði verið að ræða. Verjandi Hákons sagði hins vegar ljóst að andleg heilsa Hákons eftir þrotlausa baráttu fyrir að sjá og umgangast dóttur sína hefði hrakað mikið og Hákon hefði verið í miklu ójafnvægi og geðshræringu þegar morðið var framið. Taldi hann og upp nokkra dóma sem hann taldi fordæmisgefandi þar sem sakborningar voru dæmdir í fjögur til sjö ára fangelsi fyrir svipaðan glæp og Hákon framdi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
"Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Saksóknari krafðist hámarksrefsingar eða 16 ára fangelsis yfir Hákoni en verjandi hans sagði það fráleitt þar sem engar forsendur væru fyrir svo ströngum dómi. Hákon Eydal bar fyrir dóminum að morðið á Sri Rahmawati, barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu, hefði verið framið í stundarbrjálæði og mikil hræðsla í kjölfarið hefði komið í veg fyrir að hann gæfi sig fram við lögreglu strax eftir verknaðinn. Sagði hann þau Sri hafa átt nótt saman en morguninn eftir hafi komið til harðra orðaskipta um þriggja ára stúlku sem þau eiga saman en Sri meinað honum að umgangast og hitta um hríð. Þegar hún tilkynnti honum fullum hálsi að stúlkuna fengi hann aldrei að sjá aftur greip hann þvílíkt heift að hann myrti hana. Dánarorsök Sri var kyrking en krufning á líki hennar leiddi í ljós að þau fjögur höfuðhögg sem Hákon veitti henni áður með kúbeini hefðu að líkindum dregið hana til dauða. Kom fram að taubelti var vafið fast um háls hennar þegar hún lá meðvitundarlaus eftir höggin á gólfi íbúðar Hákons þar sem brotið var framið. Bar Hákon því við að ástæða þess hefði verið sú að mikið blæddi úr höfði fórnarlambsins og hann hefði viljað stöðva blóðrásina með þeim hætti. Fannst saksóknara, Ragnheiði Harðardóttur, sú skýring fráleit en verjandi Hákons, Brynjar Níelsson, benti á að umbjóðandi sinn hefði verið í mikilli geðshræringu á þeirri stundu og mundi meðal annars ekki greinilega eftir hversu oft hann hefði barið Sri með kúbeininu. Kom fram fyrir dómnum að tæknideild lögreglu hafði fundið út með rannsóknum að höggin sem hann veitti Sri með kúbeininu voru þung og réttarmeinafræðingur staðfesti að ef kyrking hefði ekki átt sér stað mætti leiða að því líkum að höggin og blóðmissirinn hefðu dregið Sri til dauða. Aðspurður um af hverju hann geymdi kúbein í herbergi sínu sagði Hákon að það væri vegna hræðslu og sagðist hafa fengið hótanir um líkamsmeiðingar frá ættingjum Sri í talsverðan tíma. Hákon Eydal og Sri Rahmawati kynntust fyrst árið 2000 og hófu sambúð skömmu síðar. Ekki leið á löngu áður en Sri tilkynnti Hákoni að hún gengi með barni og kom fram í yfirlýsingu sameiginlegs vinar beggja að upp úr því hafi Sri farið að gera óraunhæfar kröfur á Hákon. Fór hún meðal annars fram á að Hákon keypti íbúð fyrir sig og léti sig reglulega hafa peninga en vildi þó ekki stofna til fjölskyldu með honum eins og vonir hans stóðu til. Lauk þannig sjö mánaða sambúð þeirra og upp frá fæðingu barnsins fór Sri fram á greiðslur ætlaði Hákon sér að sjá barn sitt. Gekk svo um hríð að sögn Hákons og reyndist sama hvert hann leitaði til fulltingis að hann kom að lokuðum dyrum. Sagðist Hákon fyrir réttinum enn vera afar reiður út í kerfið eins og hann kallaði það en hann leitaði á náðir fjölmargra stofnana sér til aðstoðar í forsjármálinu án árangurs. Voru þau Sri áfram í sambandi annars lagið og hafði lagast aðeins á milli þegar hún gisti hjá honum nóttina fyrir morðið. Hafði hún að hans sögn komið við kvöldið áður og fengið hjá honum pening og ætlað sér að koma aftur eftir miðnætti. Lét hún þó ekki sjá sig fyrr en um fimm leytið aðfararnótt 4. júlí og gengu þau bæði til svefns skömmu síðar. Um morguninn hafði hann aftur á orði að fá að sjá dóttur sína sem svo endaði með þessum hörmulega atburði. Saksóknari lagði áherslu á það í málflutningi sínum hversu litla iðrun Hákon hefði sýnt eftir atvikið og staðfesti sálfræðingur sem til var kallaður það mat. Sagði sá að Hákon bæri í sér vott af kvenhatri og þó að ljóst væri að hann hefði verið hrifinn af Sri voru orð hans og athafnir yfirleitt neikvæðar gangvart henni bæði fyrir og eftir morðið. Saksóknari sagði að með tilliti til hegðunar Hákons bæði fyrir og eftir verknaðinn, ásamt því mati sálfræðinga að hann væri sakhæfur réttlætti hámarksfangelsi sem í íslenskum lögum eru 16 ár og taldi hann engar málsbætur hafa þrátt fyrir baráttu sína um forræði barns síns. Um einbeittan ásetning og brotavilja hefði verið að ræða. Verjandi Hákons sagði hins vegar ljóst að andleg heilsa Hákons eftir þrotlausa baráttu fyrir að sjá og umgangast dóttur sína hefði hrakað mikið og Hákon hefði verið í miklu ójafnvægi og geðshræringu þegar morðið var framið. Taldi hann og upp nokkra dóma sem hann taldi fordæmisgefandi þar sem sakborningar voru dæmdir í fjögur til sjö ára fangelsi fyrir svipaðan glæp og Hákon framdi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira