Unglingarnir standa sig vel Stefán Jón Hafstein skrifar 7. mars 2005 00:01 Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun