Stofnfé í SPRON verður stóraukið 7. mars 2005 00:01 Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira