Brynjólfur segir sig úr stjórnunum 13. mars 2005 00:01 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira