Kaup Íslandsbanka samþykkt 16. mars 2005 00:01 Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira