"Annars er málið í biðstöðu þar sem Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs RÚV eru báðir staddir erlendis þessa dagana," sagði Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna. Hann sagði stjórn félagsins hvetja þá umsækjendur sem sóttu um starfið en var hafnað að leita eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun um ráðningu fréttastjóra.
Krefjast rökstuðnings
