Skilyrði til að tryggja jafnræði 23. mars 2005 00:01 Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira