Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs 23. mars 2005 00:01 Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs. Skilyrðin fela meðal annars í sér að 365 ljósvakamiðlar og Skjár einn skuli verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um að dreifa sjónvarps- og útvarpsmerkjum þeirra sé um það beðið á málefnalegan hátt. Þá er sett skilyrði um að nýjar sjónvarpsstöðvar hafi tækifæri á að dreifa sínu efni á kerfum Símans og Og Vodafone. Sömu menn geta ekki setið í stjórnum bæði fjarkiptafyrirtækjanna og sjónvarpsfyrirtækjanna. Samkeppnisráð segir að við samruna fyrirtækjanna hafi orðið til tvær fyrirtækjablokkir á fjarskipta- og sjónvarpsmarkaði og að öllu óbreyttu myndu önnur fyrirtæki ekki komast að mörkuðunum þar sem blokkirnar tvær væru allsráðandi. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive, er ánægður með ákvörðun samkeppnisráðs. Hann segir að hún sýni að baráttan gegn fjölmiðlalögunum hafi verið rétt því bent hafi verið á að samkeppnisyfirvöld og önnur stjórnvöld gætu alveg sett þær reglur sem þyrfti á fjölmiðlamarkaði og honum sýnist sem að með úrskurðinum séu 365 ljósvakamiðlum settar þær reglur sem gilda eigi innbyrðis í fyrirtækjasamstæðunni og gagnvart fyrirtækjum eins og Hive. Aðspurður hvort setja hefði átt fleiri skilyrði segir Sigurður að hann sjái það ekki í fljótu bragði. Hann sé ekki búinn að skoða skilyrðin ofan í kjölinn en að honum sýnist þetta duga. Sigurður segir aðspurður að úrskurður samkeppnisráðs hafi þá þýðingu fyrir Hive að fyrirtækið geti samið við Landssímann um að fá að dreifa Skjá einum um kerfi sitt eins og fyrirtækið fái að dreifa Popp Tíví, en Hive hafi haft samning við 365 ljósvakamiðla þar að lútandi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs. Skilyrðin fela meðal annars í sér að 365 ljósvakamiðlar og Skjár einn skuli verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um að dreifa sjónvarps- og útvarpsmerkjum þeirra sé um það beðið á málefnalegan hátt. Þá er sett skilyrði um að nýjar sjónvarpsstöðvar hafi tækifæri á að dreifa sínu efni á kerfum Símans og Og Vodafone. Sömu menn geta ekki setið í stjórnum bæði fjarkiptafyrirtækjanna og sjónvarpsfyrirtækjanna. Samkeppnisráð segir að við samruna fyrirtækjanna hafi orðið til tvær fyrirtækjablokkir á fjarskipta- og sjónvarpsmarkaði og að öllu óbreyttu myndu önnur fyrirtæki ekki komast að mörkuðunum þar sem blokkirnar tvær væru allsráðandi. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive, er ánægður með ákvörðun samkeppnisráðs. Hann segir að hún sýni að baráttan gegn fjölmiðlalögunum hafi verið rétt því bent hafi verið á að samkeppnisyfirvöld og önnur stjórnvöld gætu alveg sett þær reglur sem þyrfti á fjölmiðlamarkaði og honum sýnist sem að með úrskurðinum séu 365 ljósvakamiðlum settar þær reglur sem gilda eigi innbyrðis í fyrirtækjasamstæðunni og gagnvart fyrirtækjum eins og Hive. Aðspurður hvort setja hefði átt fleiri skilyrði segir Sigurður að hann sjái það ekki í fljótu bragði. Hann sé ekki búinn að skoða skilyrðin ofan í kjölinn en að honum sýnist þetta duga. Sigurður segir aðspurður að úrskurður samkeppnisráðs hafi þá þýðingu fyrir Hive að fyrirtækið geti samið við Landssímann um að fá að dreifa Skjá einum um kerfi sitt eins og fyrirtækið fái að dreifa Popp Tíví, en Hive hafi haft samning við 365 ljósvakamiðla þar að lútandi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira