Sigurvegarinn Anna María 9. apríl 2005 00:01 "Þegar ég kom heim eftir leikinn þá beið mín skeyti frá Jóni Kr. Gíslasyni. Þar stóð: Þú ert mesti sigurvegari hópíþróttar sem Ísland hefur alið. Mér fannst frábært að fá þetta frá mínum fyrsta þjálfara og er rosalega stolt yfir þessu," segir Anna María Sveinsdóttir, 35 ára körfuknattleikskona úr Keflavík sem á miðvikudaginn varð Íslandsmeistari í tólfta sinn á ferlinum. Anna María hefur verið á toppnum með Keflavík allar götur síðan að hún varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í april 1988, fyrir sautján árum síðan. Þær Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir sem í dag spila með Önnu Maríu inni í teig voru hvorugar fæddar þegar Anna María varð fyrst meistari - fæddust báðar seinna það ár. "Eftir að við unnum í Grindavík þá fannst mér þetta aldrei vera spurning lengur. Það sást líka strax í fyrsta leik hvort liðið væri í betra formi. Það var mjög sterkt að klára annan leikinn í framlengingu. Þar vorum við að gera það sem við höfum verið að gera seinni hluta vetrar eða allar götur síðan Alex kom til okkar. Við höfum verið að vinna þessa jöfnu leiki. Við höfum verið mjög sterkar í slíkum kringumstæðum í vetur, sem er eitthvað sem við höfum ekki verið þekktar fyrir í gegnum árin.," segir Anna María sem hefur lagt mikið á sig til að halda sér í toppformi. "Það eru búnar að vera stífar og erfiðar æfingar hjá okkur í allan vetur og slíkt bara skilar sér. Ég hef sjaldan verið í betra formi en síðasta eina og hálfa árið og það eru lyftingarnar sem eru að skila þar heilmiklu. Þegar við stelpurnar fórum í lyftingasalinn í vetur þá horfðu þær bara á mig og trúðu því ekki að ég væri að gera þetta alltaf. Þeim fannst þetta vera mikið sem ég var að leggja á mig, því þær voru alveg búnar eftir þetta. Ég ætla að vona að þessar ungu stelpur taki mínum ráðleggingum og fari að lyfta meira sjálfar,"segir Anna María sem segir sigurinn í vetur vera einn þann sætasta á ferlinum. "Við misstum þrjá sterka landsliðsmenn í byrjun vetrar. Erlurnar fóru til Grindavíkur og svo meiðist Marín Rós Karlsdóttir strax í upphafi tímabils. Þessi vetur hefur sannað það enn og aftur að þú kaupir þér ekki titil eins og Grindavíkurliðið var að reyna að gera. Þær náðu engan vegin saman sem lið, þetta eru stelpur úr öllum áttum sem þurfa örugglega meira en eitt ár til að ná saman. Við erum hinsvegar allar stilltar inn á sömu blaðsíðuna og auðvitað var sigurinn sætari af því að við misstum þrjá landsliðsmenn, vitandi það að ekkert annað lið hefði þolað það," segir Anna María en liðsheildin í Keflavíkurliðinu er eins og hún gerist best. "Það er enginn í liðinu með neina skotgræðgi og það eru allar í liðinu tilbúnar að gefa sendinguna fyrir næsta auðvelda skot. Það skiptir okkur engu máli hver er með 20 stig og hver er með 10 stig. Sverrir hefur líka kennt okkur ýmislegt. Við lögðum mikla áherslu á að fá Sverri síðasta vor þegar við vissum að Siggi ætlaði að þjálfa karlana. hann er gífurlega áhugasamur og metnaðarfullur þjálfari og ég held að við höfum ekki getað verið heppnari," segir Anna María, sem lék mjög vel í úrslitaeinvíginu, skoraði 13,3 stig, tók 12,7 fráköst, stal 5 boltum og gaf 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. "Mitt hlutverk í liðinu hefur breyst mjög mikið. Ég er ekki lengur aðalskorarinn í liðinu. Fyrir nokkrum árum var maður alltaf stigahæsti leikmaðurinn í deildinni en það er löngu, löngu liðið. Ég sætti mig alveg við mitt nýja hlutverk. það skipti þannig ekki máli hvort ég skora eða skora ekki, bara ef ég hjálpa liðinu. Mér finnst ég vera að skila mínu á öllum sviðum og veit að það er lykillinn að góðum árangri hvers liðs að allir leikmenn liðsins sætti sig við sitt hlutverk," segir Anna María sem er ekkert búinn að ákveða með framhaldið. "Ég ætla bara að halda mér í formi í líkamsræktinni og svo verður það bara að koma í ljós í haust hvort hungrið verði enn til staðar. Ég ætla ekki að spila með nema mig langi það." Anna María Sveinsdóttir hefur verið á toppnum sem leikmaður í öll þessi ár en hver er lykilinn?"Þrotlausar æfingar og gífurlegur metnaður númer 1, 2 og 3," segir Anna María um lykilinn að velgengi sinni og bætir við. "Ég hef alltaf lagt mig 100% fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og aldrei farið á neina æfingu með einhverju hálfkáki. Ég hef fórnað öllu fyrir þetta og körfuboltinn hefur alltaf verið númer eitt og svo eftir að eignaðist strákana þá eru það allir sem hjálpast að og fjölskylda mín hefur gert mér það kleift að halda áfram," en Anna María á tvo drengi með eiginmanni sínum Brynjari Hólm Sigurðssyni, Hafliða (12 ára) og Sigurð (4 ára) sem gerir sigurgöngu hennar að enn meira afreki. Tólf Íslandsmeistaratitlar og tvö börn á 17 árum. Er hægt að hugsa sér meiri sigurvegara? Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
"Þegar ég kom heim eftir leikinn þá beið mín skeyti frá Jóni Kr. Gíslasyni. Þar stóð: Þú ert mesti sigurvegari hópíþróttar sem Ísland hefur alið. Mér fannst frábært að fá þetta frá mínum fyrsta þjálfara og er rosalega stolt yfir þessu," segir Anna María Sveinsdóttir, 35 ára körfuknattleikskona úr Keflavík sem á miðvikudaginn varð Íslandsmeistari í tólfta sinn á ferlinum. Anna María hefur verið á toppnum með Keflavík allar götur síðan að hún varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í april 1988, fyrir sautján árum síðan. Þær Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir sem í dag spila með Önnu Maríu inni í teig voru hvorugar fæddar þegar Anna María varð fyrst meistari - fæddust báðar seinna það ár. "Eftir að við unnum í Grindavík þá fannst mér þetta aldrei vera spurning lengur. Það sást líka strax í fyrsta leik hvort liðið væri í betra formi. Það var mjög sterkt að klára annan leikinn í framlengingu. Þar vorum við að gera það sem við höfum verið að gera seinni hluta vetrar eða allar götur síðan Alex kom til okkar. Við höfum verið að vinna þessa jöfnu leiki. Við höfum verið mjög sterkar í slíkum kringumstæðum í vetur, sem er eitthvað sem við höfum ekki verið þekktar fyrir í gegnum árin.," segir Anna María sem hefur lagt mikið á sig til að halda sér í toppformi. "Það eru búnar að vera stífar og erfiðar æfingar hjá okkur í allan vetur og slíkt bara skilar sér. Ég hef sjaldan verið í betra formi en síðasta eina og hálfa árið og það eru lyftingarnar sem eru að skila þar heilmiklu. Þegar við stelpurnar fórum í lyftingasalinn í vetur þá horfðu þær bara á mig og trúðu því ekki að ég væri að gera þetta alltaf. Þeim fannst þetta vera mikið sem ég var að leggja á mig, því þær voru alveg búnar eftir þetta. Ég ætla að vona að þessar ungu stelpur taki mínum ráðleggingum og fari að lyfta meira sjálfar,"segir Anna María sem segir sigurinn í vetur vera einn þann sætasta á ferlinum. "Við misstum þrjá sterka landsliðsmenn í byrjun vetrar. Erlurnar fóru til Grindavíkur og svo meiðist Marín Rós Karlsdóttir strax í upphafi tímabils. Þessi vetur hefur sannað það enn og aftur að þú kaupir þér ekki titil eins og Grindavíkurliðið var að reyna að gera. Þær náðu engan vegin saman sem lið, þetta eru stelpur úr öllum áttum sem þurfa örugglega meira en eitt ár til að ná saman. Við erum hinsvegar allar stilltar inn á sömu blaðsíðuna og auðvitað var sigurinn sætari af því að við misstum þrjá landsliðsmenn, vitandi það að ekkert annað lið hefði þolað það," segir Anna María en liðsheildin í Keflavíkurliðinu er eins og hún gerist best. "Það er enginn í liðinu með neina skotgræðgi og það eru allar í liðinu tilbúnar að gefa sendinguna fyrir næsta auðvelda skot. Það skiptir okkur engu máli hver er með 20 stig og hver er með 10 stig. Sverrir hefur líka kennt okkur ýmislegt. Við lögðum mikla áherslu á að fá Sverri síðasta vor þegar við vissum að Siggi ætlaði að þjálfa karlana. hann er gífurlega áhugasamur og metnaðarfullur þjálfari og ég held að við höfum ekki getað verið heppnari," segir Anna María, sem lék mjög vel í úrslitaeinvíginu, skoraði 13,3 stig, tók 12,7 fráköst, stal 5 boltum og gaf 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. "Mitt hlutverk í liðinu hefur breyst mjög mikið. Ég er ekki lengur aðalskorarinn í liðinu. Fyrir nokkrum árum var maður alltaf stigahæsti leikmaðurinn í deildinni en það er löngu, löngu liðið. Ég sætti mig alveg við mitt nýja hlutverk. það skipti þannig ekki máli hvort ég skora eða skora ekki, bara ef ég hjálpa liðinu. Mér finnst ég vera að skila mínu á öllum sviðum og veit að það er lykillinn að góðum árangri hvers liðs að allir leikmenn liðsins sætti sig við sitt hlutverk," segir Anna María sem er ekkert búinn að ákveða með framhaldið. "Ég ætla bara að halda mér í formi í líkamsræktinni og svo verður það bara að koma í ljós í haust hvort hungrið verði enn til staðar. Ég ætla ekki að spila með nema mig langi það." Anna María Sveinsdóttir hefur verið á toppnum sem leikmaður í öll þessi ár en hver er lykilinn?"Þrotlausar æfingar og gífurlegur metnaður númer 1, 2 og 3," segir Anna María um lykilinn að velgengi sinni og bætir við. "Ég hef alltaf lagt mig 100% fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og aldrei farið á neina æfingu með einhverju hálfkáki. Ég hef fórnað öllu fyrir þetta og körfuboltinn hefur alltaf verið númer eitt og svo eftir að eignaðist strákana þá eru það allir sem hjálpast að og fjölskylda mín hefur gert mér það kleift að halda áfram," en Anna María á tvo drengi með eiginmanni sínum Brynjari Hólm Sigurðssyni, Hafliða (12 ára) og Sigurð (4 ára) sem gerir sigurgöngu hennar að enn meira afreki. Tólf Íslandsmeistaratitlar og tvö börn á 17 árum. Er hægt að hugsa sér meiri sigurvegara?
Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti