Áhyggjulaus yfir markaleysinu 9. apríl 2005 00:01 Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira