Almenningur bjóði í Símann 11. apríl 2005 00:01 Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira