Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg 12. apríl 2005 00:01 Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira