Cleveland í vandræðum 15. apríl 2005 00:01 Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti