Díselolía verður dýrari en bensín 19. apríl 2005 00:01 Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði. Eftir breytingarnar verður lagt 45 króna gjald á hvern lítra af díselolíu en kílómetragjaldið verður lagt niður. Miðað við núverandi aðstæður þýðir þetta að díselolíulítrinn mun kosta nokkru meira en bensínlítrinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í Íslandi í bítið í morgun að hann hefði ekki búist við þessu. Algengt væri að bensínlítrinn kostaði 101 krónu en dísellítrinn um 48 krónur. Miðað við það hækkaði dísellítrinn í um 104 krónur að viðbættum hugsanlegum kostnaði olíufélaganna. Það væri staðan í dag. Geir sagði að ekki hefði verið reiknað með þessu en það sem hefði gerst í millitíðinni hefði verið það að sveiflur hefðu orðið á alþjóðlegum olíumörkuðum sem hefðu leitt til þess að verð á díselolíu hefði hækkað miklu meira en verð á bensíni. Það væri þó áreiðanlega tímabundin sveifla. 45 króna gjaldið leggst þó ekki á landbúnaðartæki, vélar í iðnaði og stóra atvinnubíla. Olían sem þessi tæki nota verður lituð til þess að greina á milli gjaldskyldrar olíu og hinnar. Díselbílar eyða minna eldsneyti og eru því umhverfisvænni en þeir eru hins vegar dýrari. Geir segir málið einmitt ganga út á það að hvetja fólk til að nota umhverfisvænni kost og því sé það vissulega óheppilegt að verðið sé svona hátt. Hann segir málið verða skoðað í haust þegar komin er á það reynsla og þá komi allt eins til greina að endurskoða olíugjaldið. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagðist ekki hafa vitað að díselolía yrði dýrari en bensín en leist engu að síður vel á breytingarnar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði. Eftir breytingarnar verður lagt 45 króna gjald á hvern lítra af díselolíu en kílómetragjaldið verður lagt niður. Miðað við núverandi aðstæður þýðir þetta að díselolíulítrinn mun kosta nokkru meira en bensínlítrinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í Íslandi í bítið í morgun að hann hefði ekki búist við þessu. Algengt væri að bensínlítrinn kostaði 101 krónu en dísellítrinn um 48 krónur. Miðað við það hækkaði dísellítrinn í um 104 krónur að viðbættum hugsanlegum kostnaði olíufélaganna. Það væri staðan í dag. Geir sagði að ekki hefði verið reiknað með þessu en það sem hefði gerst í millitíðinni hefði verið það að sveiflur hefðu orðið á alþjóðlegum olíumörkuðum sem hefðu leitt til þess að verð á díselolíu hefði hækkað miklu meira en verð á bensíni. Það væri þó áreiðanlega tímabundin sveifla. 45 króna gjaldið leggst þó ekki á landbúnaðartæki, vélar í iðnaði og stóra atvinnubíla. Olían sem þessi tæki nota verður lituð til þess að greina á milli gjaldskyldrar olíu og hinnar. Díselbílar eyða minna eldsneyti og eru því umhverfisvænni en þeir eru hins vegar dýrari. Geir segir málið einmitt ganga út á það að hvetja fólk til að nota umhverfisvænni kost og því sé það vissulega óheppilegt að verðið sé svona hátt. Hann segir málið verða skoðað í haust þegar komin er á það reynsla og þá komi allt eins til greina að endurskoða olíugjaldið. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagðist ekki hafa vitað að díselolía yrði dýrari en bensín en leist engu að síður vel á breytingarnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira