Mælir með áfrýjun tóbaksdóms 29. apríl 2005 00:01 Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels