San Antonio 2 - Denver 1 1. maí 2005 00:01 Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig. NBA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig.
NBA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð