Bilið í Bretlandi virðist minnka 3. maí 2005 00:01 Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira