Boston 3 - Indiana 4 8. maí 2005 00:01 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák). NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi