Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Íþróttadeild Sýnar skrifar 6. júlí 2025 21:06 Sandra María Jessen var öflug í kvöld en fékk litla aðstoð. Leiting Gao/BSR Agency/Getty Images Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira