Miami 1 - Washington 0 9. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira