San Antonio 2 - Seattle 0 11. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig. NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig.
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira