Phoenix 1 - Dallas 1 12. maí 2005 00:01 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig. NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig.
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira