Detroit 1 - Indiana 1 12. maí 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák). NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák).
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira