Phoenix 2 - Dallas 1 14. maí 2005 00:01 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig. NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig.
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira