Phoenix 2 - Dallas 2 16. maí 2005 00:01 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák). NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira