Fjárfestar vilja almenning með 17. maí 2005 00:01 Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira