Eignatengslum breytt vegna tilboðs 18. maí 2005 00:01 Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira