San Antonio 4 - Seattle 2 20. maí 2005 00:01 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn