Æðra stjórnvald stjórni ekki 20. maí 2005 00:01 Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira