Phoenix 0 - San Antonio 1 13. október 2005 19:15 Phoenix Suns eru með öflugasta sóknarliðið í NBA deildinni, en San Antonio Spurs sýndu styrk sinn í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi og sigruðu Suns, 121-114 á þeirra eigin heimavelli með því að sýna hvers besta varnarlið deildarinnar var megnugt hinumegin á vellinum. Spurs skoruðu 43 stig og hittu 16 af 22 skotum sínum í fjórða leikhlutanum í gær, eftir að Phoenix hafði unnið upp forystu þeirra í þriðja leikhluta og komist yfir. Gregg Popovich, þjálfari Spurs sagði fyrir leikinn að menn skyldu ekki vanmeta sína menn sóknarlega þó þeir væru með bestu vörnina í deildinni og leikmenn hans sýndu af hverju í gær. "Maður verður að skora dálítið mikið af stigum til að vinna þetta lið, því við höldum þeim aldrei í 82 stigum," sagði Popovich eftir leikinn, en 43 stig hans manna í fjórða leikhlutanum var það mesta hjá liðinu í vetur. "Þetta var nú ekki leikhluti eins og við bjuggumst við í svona leik, en við tækjum því á hverjum degi. Við erum ekkert að tapa okkur af gleði yfir að stela þessum leik hérna og ætlum að reyna að vinna næsta líka, það myndi virkilega slá þá út af laginu" sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem var að leika meiddur á ökkla en lét það ekki á sig fá. Vonsviknir aðdáendur Phoenix horfðu upp á átta stiga forystu liðsins renna út í sandinn og eftir að Spurs tóku mikla rispu í fjórða leikhlutanum, komust Suns aldrei nær en sex stig eftir það. Sjá mátti áhorfendur ganga út úr húsinu skömmu fyrir leikslok, því þeir horfðu upp á lið sitt tapa illa á heimavelli og eru í fyrsta skipti í úrslitum vesturstrandarinnar síðan 1993. "Ég vil nú eiginlega skrifa þetta tap á andlega þreytu hjá okkur. Við virtumst ekki geta haldið dampi þegar við vorum að vinna upp forskot þeirra og töpuðum leiknum. Við höfum engar afsakanir," sagði Steve Nash hjá Phoenix. "Þeir bara flengdu okkur. Það er hlutur sem lið með meistarareynslu gera og þeir gerðu það við okkur í kvöld. Þeir flengdu okkur," sagði Jimmy Jackson, leikmaður Phoenix. Það er að sumu leiti rétt, því menn eins og Quentin Richardson og Shawn Marion náðu sér aldrei á strik í gær og ef ekki hefði verið fyrir enn einn stórleikinn frá Steve Nash og Amare Stoudemire, hefði farið enn verr fyrir liðið. Næsti leikur liðanna verður einnig í Phoenix og verður í beinni útsendingu á Sýn á þriðjudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 41 stig (9 frák), Steve Nash 29 stig (13 stoðs), Jimmy Jackson 20 stig (8 frák), Steven Hunter 9 stig (8 frák), Quentin Richardson 7 stig, Leandro Barbosa 5 stig, Shawn Marion 3 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Tim Duncan 28 stig (15 frák), Brent Barry 21 stig, Manu Ginobili 20 stig (6 frák, 5 stoðs), Robert Horry 12 stig (7 frák), Nazr Mohammed 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Phoenix Suns eru með öflugasta sóknarliðið í NBA deildinni, en San Antonio Spurs sýndu styrk sinn í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi og sigruðu Suns, 121-114 á þeirra eigin heimavelli með því að sýna hvers besta varnarlið deildarinnar var megnugt hinumegin á vellinum. Spurs skoruðu 43 stig og hittu 16 af 22 skotum sínum í fjórða leikhlutanum í gær, eftir að Phoenix hafði unnið upp forystu þeirra í þriðja leikhluta og komist yfir. Gregg Popovich, þjálfari Spurs sagði fyrir leikinn að menn skyldu ekki vanmeta sína menn sóknarlega þó þeir væru með bestu vörnina í deildinni og leikmenn hans sýndu af hverju í gær. "Maður verður að skora dálítið mikið af stigum til að vinna þetta lið, því við höldum þeim aldrei í 82 stigum," sagði Popovich eftir leikinn, en 43 stig hans manna í fjórða leikhlutanum var það mesta hjá liðinu í vetur. "Þetta var nú ekki leikhluti eins og við bjuggumst við í svona leik, en við tækjum því á hverjum degi. Við erum ekkert að tapa okkur af gleði yfir að stela þessum leik hérna og ætlum að reyna að vinna næsta líka, það myndi virkilega slá þá út af laginu" sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem var að leika meiddur á ökkla en lét það ekki á sig fá. Vonsviknir aðdáendur Phoenix horfðu upp á átta stiga forystu liðsins renna út í sandinn og eftir að Spurs tóku mikla rispu í fjórða leikhlutanum, komust Suns aldrei nær en sex stig eftir það. Sjá mátti áhorfendur ganga út úr húsinu skömmu fyrir leikslok, því þeir horfðu upp á lið sitt tapa illa á heimavelli og eru í fyrsta skipti í úrslitum vesturstrandarinnar síðan 1993. "Ég vil nú eiginlega skrifa þetta tap á andlega þreytu hjá okkur. Við virtumst ekki geta haldið dampi þegar við vorum að vinna upp forskot þeirra og töpuðum leiknum. Við höfum engar afsakanir," sagði Steve Nash hjá Phoenix. "Þeir bara flengdu okkur. Það er hlutur sem lið með meistarareynslu gera og þeir gerðu það við okkur í kvöld. Þeir flengdu okkur," sagði Jimmy Jackson, leikmaður Phoenix. Það er að sumu leiti rétt, því menn eins og Quentin Richardson og Shawn Marion náðu sér aldrei á strik í gær og ef ekki hefði verið fyrir enn einn stórleikinn frá Steve Nash og Amare Stoudemire, hefði farið enn verr fyrir liðið. Næsti leikur liðanna verður einnig í Phoenix og verður í beinni útsendingu á Sýn á þriðjudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 41 stig (9 frák), Steve Nash 29 stig (13 stoðs), Jimmy Jackson 20 stig (8 frák), Steven Hunter 9 stig (8 frák), Quentin Richardson 7 stig, Leandro Barbosa 5 stig, Shawn Marion 3 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Tim Duncan 28 stig (15 frák), Brent Barry 21 stig, Manu Ginobili 20 stig (6 frák, 5 stoðs), Robert Horry 12 stig (7 frák), Nazr Mohammed 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira