Viðskipti innlent

2 milljarða hagnaður Orkuveitunnar

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam tæpum tveimur milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við 340 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem Orkuveitan birti í dag.  Mismunurinn á milli ára helgast fyrst og fremst af gengishagnaði. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins, fyrir afskriftir og fjárnagnskostnað, var 1,8 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við einn og hálfan milljarð á sama tíma í fyrra. Tekjur Orkuveitunnar námu fjórum milljörðum á tímabilinu en voru 3,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Eignir félagsins námu um 78 milljörðum króna og nú standa yfir miklar fjárfestingar í virkjunum og dreifikerfum sem áætlað er að nemi um 11,5 milljörðum. Ber þar hæst framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×