Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló 26. maí 2005 00:01 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira