Heyrði kvalafullt öskur 30. maí 2005 00:01 mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar . Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
mNágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sæunni eiginkonu sinni, sagðist hafa verið að hjálpa henni að deyja þar sem hún hafi verið kvalin af þunglyndi og samviskubiti yfir meintu framhjáhaldi. Hann sagðist ekki kannast við öskur og læti sem nágranninn taldi sig hafa heyrt. Börn þeirra hafi þannig sofið vært meðan manndrápið hafi átt sér stað. Sálfræðingur sem tók viðtöl við Magnús segir ekkert hafa komið fram sem dragi sakhæfi Magnúsar í efa. Jafnframt sagði sálfræðingurinn fyrir dómi í gær að svo virtist sem Magnús hefði misst stjórn á gjörðum sínum og í kjölfarið banað konu sinni. Í rannsókn sálfræðingsins á Magnúsi hafi líka komið fram tilhneiging hjá honum til þess að geta í eyðurnar í vitnisburði sínum þegar hann hafi ekki verið viss um hvernig málin hafi verið. Hann hafi munað atburði næturinnar nokkuð skýrt, en skapað síðan sjálfur inn í eyðurnar þegar atburðarásin hafi vafist fyrir honum. Það kom einnig fram í máli sálfræðingsins að Magnús hafi verið afskaplega háður konu sinni. Hann hafi þannig átt erfitt með að þola það þegar hann komst að því að kona hans hafi verið honum ótrú. Lögreglumenn sem handtóku Magnús á morðstað segja hann hafa greint þeim frá því að einungis hafi verið um aðstoð við dráp að ræða, þar sem kona hans hafi viljað deyja. Magnús sagðist hafa átt erfitt í kjölfarið og fundið fyrir miklum andlegum sársauka við það að finna fyrir fjölskyldu sinni tvístrast í sundur. Sérstaklega hafi honum fundist erfitt að hugsa til þess að samband hans við börn sín myndi glatast. Frá upphafi hefur verið vitað að Magnús drap konu sína sjálfur, en hann játaði verknaðinn skömmu eftir að hafa framið hann. Magnús heldur enn tengslum við börn sín en þau koma í heimsókn til hans einu sinni í mánuði á Litla-Hraun, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar .
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira