Segir DV á gráu svæði 31. maí 2005 00:01 Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels