Miami 2 - Detroit 2 1. júní 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin). NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira