Barnakláms leitað hjá Íslendingi 14. júní 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira