Barnakláms leitað hjá Íslendingi 14. júní 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira