San Antonio 2 - Detroit 1 15. júní 2005 00:01 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig. NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig.
NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira