Innlent

Vatn lak inn í kjallara

Vatnstjón varð í húsi við Fríkirkjuveg í Reykjavík seint á þriðjudagskvöld, en þar hafði garðslanga verið látin ofan í kjallaratröppur þar sem niðurfall var stíflað. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hlaust af þessu nokkuð tjón þegar vatnsyfirborð hækkaði og vatn lak inn í kjallarann. Til dæmis var komið þriggja sentímetra djúpt vatn í skjala- og fundaherbergi í húsinu. Vaktmaður Securitas kallaði til slökkviliðið. Þá var slökkvilið einnig kallað út sama kvöld vegna elds í vinnuskúr við Naustabryggju, sem greiðlega gekk að slökkva.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×