San Antonio 2 - Detroit 2 17. júní 2005 00:01 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir). NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir).
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira