Luxemburgo fær nóg 9. júlí 2005 00:01 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira