Sport

Park mun setja pressu á Giggs

Að sögn Alex Fergusonar, stjóra Man.Utd, mun Ryan Giggs fá harða samkeppni frá nýjasta liðsmanni félagsins á komandi leiktíð, S-Kóreumanninum Park Ji-Sung. Ferguson segir að Park sé hugsaður sem arftaki Giggs á vinstri vængnum í framtíðinni, en sá asíski er 24 ára á meðan Giggs er orðinn 31 árs. "Park hefur hrifið mig mest þegar hann spilar vinstra megin og er duglegur að draga sig út á miðjuna. Ég sé hann þar til að byrja með en við sjáum til hvernig leikstíll hans mun þróast," segir Ferguson um Park. Giggs skrifaði nýlega undir samning við Man.Utd til ársins 2008, en hann af mörgum talinn kominn í sitt besta form á síðustu leiktíð áður en að meiðsli í nára gerðu vart við sig. "Hann er búinn að fara upp og niður vinstri vænginn í 15 ár. Það er enginn leikmaður í úrvalsdeildinni sem hefur afrekað jafn mikið og Giggs á þeim tíma," segir Ferguson og greinilegt að sá velski er í miklu áliti hjá honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×