Sport

Handboltinn af stað 17. september

Handboltavertíðin hefst formlega laugardaginn 17.september þá fara fram leikirnir í Meistarakeppni HSÍ og leikið verður að Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslandsmóti karla hefst síðan miðvikudaginn 21. september og Íslandsmót kvenna fer af stað laugardaginn 24. september. Það hefur verið mikið rót á Meistarakeppni HSÍ  undanfarin ár en nú er vonandi komið það fyrirkomulega á þessa keppni sem henni hæfir. Leikur Hauka og Stjörnunnar í kvennaflokki hefst klukkan 14:15 og leikur Hauka og ÍR í karlaflokki fer síðan fram strax á eftir og hefst klukkan 16.15. Báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV. Það eru fimmtán lið í Íslandsmóti karla í vetur og í fyrstu umferðinni eru nokkrar áhugaverðar viðureignir en þar mætast meðal annars Fram-Haukar og Valur-HK en deildin fer af stað miðvikudaginn 21.september. Nú er leikið eftir nýju fyrirkomulagi, úrslitakeppnin heyrir sögunni til og Íslandsmeistari verður það sem nær bestum árangri út úr umferðunum 30. Þá tryggja átta efstu liðin sér ennfremur sæti í úrvalsdeild 2006-2007 en hin liðin koma til með að skipa 1.deildina. 1. umferð FH - Afturelding Fram - Haukar Fylkir - Víkingur Valur - HK Fjölnir - ÍR KA - Þór Ak. Stjarnan - Selfoss ÍBV situr hjá í 1. umferð. Það eru tíu lið sem taka þátt í Íslandsmóti kvenna í handbolta í vetur og strax í fyrstu umferð er stórleikur í Hafnarfirði en þar mætast Haukar og FH en deildin hefst laugardaginn 24.september. Nú er leikið eftir nýju fyrirkomulagi, úrslitakeppnin heyrir sögunni til og Íslandsmeistari verður það sem nær bestum árangri út úr umferðunum 18. 1. umferð Fram - ÍBV Haukar - FH Stjarnan - KA/Þór Víkingur - Valur HK - Grótta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×