Erlent

Schröder treystir á óákveðna

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, treystir á að óákveðnir kjósendur komi honum til bjargar en miðað við gengi jafnaðarmanna í könnunum eiga þeir litla möguleika í þingkosningum í næsta mánuði. Schröder hét því í viðtali við þýska ríkissjónvarpið að berjast til síðustu stundar og kvaðst sannfærður um að síðasti hálfi mánuðurinn myndi ráða úrslitum. Kannanir benda til þess að kristilegir demókratar hafi allt að fjórtán prósentustiga forskot á jafnaðarmenn, en einnig að allt að helmingur kjósenda sé óákveðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×