Sport

Líklegt byrjunarlið Íslands

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands. Landsliðsþjálfararnir hafa staðfest að spilað verði leikkerfið 4-2-3-1 eins og í síðustu fjórum leikjum en markatala Íslands í þeim leikjum er samanlagt 10-5. Árni Gautur Arason í markinu. Kristján Örn Sigurðsson hægri bakvörður, Indriði Sigurðsson vinstri bakvörður, Hermann Hreiðarsson og Auðun Helgason miðverðir. Arnar Þór Viðarsson og Stefán Gíslason á djúpri miðju fyrir framan vörn. Framsæknir miðjumenn, Gylfi Einarsson hægra megin, Eiður Smári Guðjohnsen með frjálst svæði á miðju og Grétar Rafn Steinsson vinstra megin. Heiðar Helguson einn fremstur. Brynjar Björn Gunnarsson er nýstiginn úr meiðslum og hefur ekki spilað leik með félagsliði sínu, Reading, í talsvert langan tíma en þó er hugsanlegt að hann verði látinn byrja inni á og þá í stað Stefáns Gíslasonar. Spá blaðamanns: Ísland 2 - Króatía 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×