Mikill erill eftir Ljósanótt 4. september 2005 00:01 Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira