Sport

Owen aftur í hópinn

Sven-Göran Eriksson segir líklegt að Michael Owen muni taka sæti sitt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar hann snýr aftur í hópinn gegn Norður-Írum, en hann var sem kunnugt er í leikbanni gegn Wales um helgina. Talið er líklegt að Eriksson muni hverfa aftur til leikkerfisins 4-4-2 og nota þá Owen og Wayne Rooney í framlínunni, en það gæti þýtt að Shaun Wright-Phillips þyrfti að setjast á varamannabekkinn. "Michael mun skora mörk fyrir okkur ef hann fær að spila og mér finnst frekar líklegt að ég tefli honum fram á miðvikudaginn. Ég er þó ekki alveg búinn að ákveða það," sagði sá sænski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×