Sport

Áfall fyrir Arsenal

NordicPhotos/GettyImages
Lið Arsenal fékk ekki góðar fréttir í morgun, því þá kom í ljós að framherji þeirra og fyrirliði, Thierry Henry, verður frá keppni í allt að fjórar vikur vegna nárameiðsla sem hrjá hann um þessar mundir og er það mun lengri tími en búist var við í upphafi. Arsenal saknaði greinilega fyrirliða síns í tapinu gegn Middlesbrough um helgina og þessar fréttir koma ekki á góðum tíma fyrir liðið sem er í bullandi vandræðum í upphafi leiktíðar. "Ég fór í myndatöku og eftir það var mér sagt að þetta tæki lágmark þrjár vikur að jafna sig. Ég hlaut þessi meiðsli á síðasta tímabili, en þá þá var leikjaálagið ekki það sama og það er núna, svo ég verð að leyfa þessu að jafna sig;" sagði Henry í samtali við breska blaðið Sun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×