Sport

Kári og félagar í góðum málum

Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgårdens IF sem vann 2-0 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og náði þar með þriggja stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Djurgårdens IF hefur 43 stig, þremur stigum meira IFK Göteborg sem gerði markalaust jafntefli í kvöld. Djurgårdens IF gæti farið langt með því að tryggja sér sænska meistaratitilinn í næsta leik sem fram19. september en liðið sækir þá IFK Göteborg heim í toppslag og hálfgerðum úrslitaleik um titilinn. Það er stutt á milli stórleikja hjá Kára og félögum því þremur dögum seinna spila þeir síðan við IF Elfsborg í undanúrslitunum sænsku bikarkeppninnar. Jóhann B. Guðmundsson kom inná sem varamaður á 64. mínútu hjá Örgryte IS sem vann 3-2 sigur á Hammarby. Jóhann nældi sér í spjald á þeim tíma sem hann var inná en Örgryte IS er í 8. sæti deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×